Veldur miklum áhyggjum hversu mikið af ungu fólki leitar í starfsendurhæfingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:00 Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. vísir/hanna Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45