Gulu vestin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:00 Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun