Mannréttinda- og lýðræðissamfélag fyrir alla Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:00 Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun