Viðhorf og veruleiki Líf Magneudóttir skrifar 20. nóvember 2018 14:09 Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar