Mistök í borginni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun