Prjónles Guðmundur Brynjólfsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar