Óæskilegir jarðeigendur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skoðun Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun