Óæskilegir jarðeigendur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skoðun Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar?
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun