Óæskilegir jarðeigendur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skoðun Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun