Ísland var Afríka Þorvaldur Gylfason skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi fullveldisárið 1918 var svipaður og hann er nú í Gönu. Alla 20. öldina notuðu Íslendingar til að rífa sig upp úr fátækt fyrri tíðar. Það tókst. Getur Afríka lyft sama Grettistaki á 21. öldinni og Íslendingar lyftu á 20. öld? Hvað þarf til að svo megi verða? Viðskilnaður nýlenduveldanna Þegar Afríkulöndin tóku sér sjálfstæði hvert á eftir öðru árin um og eftir 1960 var staða þeirra veik þar eð nýlenduherrarnir höfðu vanrækt þau og rænt. Þegar Kongó lýsti yfir sjálfstæði 1960 sat aðeins eitt af hverjum tíu börnum á grunnskólaaldri á skólabekk og það bara í tvö ár. Meðal innfæddra var enginn læknir, enginn lögfræðingur, enginn framhaldsskólakennari. Slíkur var viðskilnaður Belga þegar þeir hurfu frá landinu. Áður en Portúgalar hrökkluðust frá Mósambík 1975 skildu þeir eftir sig sviðna jörð og fylltu jafnvel vatnslagnir heimamanna með fljótandi steypu. Mörg lönd álfunnar þurftu í reyndinni að hefja nýtt líf á eigin spýtur líkt og þau hefðu verið jöfnuð við jörðu í stríði eins og t.d. Japan og Þýzkaland 1945 og ríkin tvö á Kóreuskaga 1953. Fjárfesting, menntun og viðskipti Og hvað er þá mest um vert þegar svo illa stendur á? Í fyrsta lagi frjáls markaðsbúskapur undir heilbrigðu eftirliti almannavaldsins, frelsi með ábyrgð. Þessari leið höfnuðu margar Afríkuþjóðir líkt og Indverjar gerðu að fengnu sjálfstæði 1947. Sumar þessara þjóða töldu vænlegt að sækja fyrirmyndir til Sovétríkjanna frekar en til vesturveldanna. Eftir 1991 þegar Sovétríkin hrundu fölnaði sú fyrirmynd. Í annan stað þarf að efla fjárfestingu til að reisa verksmiðjur og útvega vélar og tæki. Þá þarf í þriðja lagi að leggja rækt við menntun til að byggja upp mannauðinn og orkuna sem býr í fólkinu. Loks þarf að efla bæði innanlands- og millilandaviðskipti til að öðlast aðgang að stærri markaði og nýta staðhætti sem bezt ásamt þeirri sérhæfingu sem þeir bjóða upp á. Allt þetta hefur tekizt sæmilega í Afríku á heildina litið þótt hægt hafi gengið. Stærri skammtar – meiri og betri fjárfesting, fleiri og fjölbreyttari skólar og blómlegri viðskipti – hefðu trúlega gefizt enn betur, en til þess skorti bæði fé og annað. Iðnríkin lokuðu lengi búvörumörkuðum sínum fyrir afrískum bændum en þau sáu sig síðar um hönd og opnuðu fátækustu löndunum aðgang. Afríkumenn sjálfir hafa vanrækt eflingu viðskipta innan álfunnar og haldið í lamandi viðskiptahindranir. Fyrirhuguðu Afríkusambandi hvenær sem af því verður er ætlað að ryðja slíkum hindrunum úr vegi að evrópskri fyrirmynd. Sameiginlegur gjaldmiðill Afríkulandanna á að heita afro. Raflýsing, lestur og lýðræði Þetta er samt ekki allt. Rafvæðing Afríku er enn skammt á veg komin eins og hún var hér heima þegar Halldór Laxness birti greinaflokk sinn „Raflýsing sveitanna“ í Alþýðublaðinu 1927. Aðeins sjötti hver Afríkubúi hafði aðgang að rafmagni 1990 borið saman við yfir 70% jarðarbúa á heildina litið. Ástandið hafði skánað 2016 þegar 43% Afríkubúa höfðu náð að tengjast rafmagni, en þá var heimsmeðaltalið komið upp í 86%. Rafvæðing er auk annars forsenda loftkælingar heimila og fyrirtækja. Loftkæling í heitum löndum er forsenda eðlilegra vinnuafkasta og vellíðanar eins og t.d. Bandaríkjamenn þekkja vel frá þeim tíma þegar Halldór Laxness mælti fyrir raflýsingu íslenzkra sveita. Þarna eiga Afríkumenn sjálfir hæg heimatök þar eð Kongófljótið, eitt mesta fljót heimsins, býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heiminum. Virkjun þess er skammt á veg komin. Hún mun ef allt gengur að óskum duga til að rafvæða alla álfuna og vel það. Eitt höfðum við sem Afríku sárvantar enn. Þriðjungur fullorðinna Afríkubúa er enn ólæs. Íslendingar voru flestir læsir frá miðri 18. öld þrátt fyrir nístandi fátækt og voru að því leyti vel búnir undir heimastjórn 1904 og fullveldi 1918. Fjöldi útgefinna bóka á íslenzku jókst úr 1,6 á hverja þúsund íbúa 1906 í sex bækur á hverja þúsund íbúa um aldamótin síðustu en þeim hefur síðan þá fækkað í 4,5. Donald Trump er sagður vera fyrsti forseti Bandaríkjanna sem les ekki bækur. Afríku liggur á að allir þar læri að lesa. Fjórði hver Afríkubúi að aldrinum 15-24ra ára er enn ólæs á móti ellefta hverjum jarðarbúa í sama aldursflokki. Enn vantar Afríku herzlumuninn. Þetta hefst, held ég. Til þess þarf lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum auk annars. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík—Kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi fullveldisárið 1918 var svipaður og hann er nú í Gönu. Alla 20. öldina notuðu Íslendingar til að rífa sig upp úr fátækt fyrri tíðar. Það tókst. Getur Afríka lyft sama Grettistaki á 21. öldinni og Íslendingar lyftu á 20. öld? Hvað þarf til að svo megi verða? Viðskilnaður nýlenduveldanna Þegar Afríkulöndin tóku sér sjálfstæði hvert á eftir öðru árin um og eftir 1960 var staða þeirra veik þar eð nýlenduherrarnir höfðu vanrækt þau og rænt. Þegar Kongó lýsti yfir sjálfstæði 1960 sat aðeins eitt af hverjum tíu börnum á grunnskólaaldri á skólabekk og það bara í tvö ár. Meðal innfæddra var enginn læknir, enginn lögfræðingur, enginn framhaldsskólakennari. Slíkur var viðskilnaður Belga þegar þeir hurfu frá landinu. Áður en Portúgalar hrökkluðust frá Mósambík 1975 skildu þeir eftir sig sviðna jörð og fylltu jafnvel vatnslagnir heimamanna með fljótandi steypu. Mörg lönd álfunnar þurftu í reyndinni að hefja nýtt líf á eigin spýtur líkt og þau hefðu verið jöfnuð við jörðu í stríði eins og t.d. Japan og Þýzkaland 1945 og ríkin tvö á Kóreuskaga 1953. Fjárfesting, menntun og viðskipti Og hvað er þá mest um vert þegar svo illa stendur á? Í fyrsta lagi frjáls markaðsbúskapur undir heilbrigðu eftirliti almannavaldsins, frelsi með ábyrgð. Þessari leið höfnuðu margar Afríkuþjóðir líkt og Indverjar gerðu að fengnu sjálfstæði 1947. Sumar þessara þjóða töldu vænlegt að sækja fyrirmyndir til Sovétríkjanna frekar en til vesturveldanna. Eftir 1991 þegar Sovétríkin hrundu fölnaði sú fyrirmynd. Í annan stað þarf að efla fjárfestingu til að reisa verksmiðjur og útvega vélar og tæki. Þá þarf í þriðja lagi að leggja rækt við menntun til að byggja upp mannauðinn og orkuna sem býr í fólkinu. Loks þarf að efla bæði innanlands- og millilandaviðskipti til að öðlast aðgang að stærri markaði og nýta staðhætti sem bezt ásamt þeirri sérhæfingu sem þeir bjóða upp á. Allt þetta hefur tekizt sæmilega í Afríku á heildina litið þótt hægt hafi gengið. Stærri skammtar – meiri og betri fjárfesting, fleiri og fjölbreyttari skólar og blómlegri viðskipti – hefðu trúlega gefizt enn betur, en til þess skorti bæði fé og annað. Iðnríkin lokuðu lengi búvörumörkuðum sínum fyrir afrískum bændum en þau sáu sig síðar um hönd og opnuðu fátækustu löndunum aðgang. Afríkumenn sjálfir hafa vanrækt eflingu viðskipta innan álfunnar og haldið í lamandi viðskiptahindranir. Fyrirhuguðu Afríkusambandi hvenær sem af því verður er ætlað að ryðja slíkum hindrunum úr vegi að evrópskri fyrirmynd. Sameiginlegur gjaldmiðill Afríkulandanna á að heita afro. Raflýsing, lestur og lýðræði Þetta er samt ekki allt. Rafvæðing Afríku er enn skammt á veg komin eins og hún var hér heima þegar Halldór Laxness birti greinaflokk sinn „Raflýsing sveitanna“ í Alþýðublaðinu 1927. Aðeins sjötti hver Afríkubúi hafði aðgang að rafmagni 1990 borið saman við yfir 70% jarðarbúa á heildina litið. Ástandið hafði skánað 2016 þegar 43% Afríkubúa höfðu náð að tengjast rafmagni, en þá var heimsmeðaltalið komið upp í 86%. Rafvæðing er auk annars forsenda loftkælingar heimila og fyrirtækja. Loftkæling í heitum löndum er forsenda eðlilegra vinnuafkasta og vellíðanar eins og t.d. Bandaríkjamenn þekkja vel frá þeim tíma þegar Halldór Laxness mælti fyrir raflýsingu íslenzkra sveita. Þarna eiga Afríkumenn sjálfir hæg heimatök þar eð Kongófljótið, eitt mesta fljót heimsins, býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heiminum. Virkjun þess er skammt á veg komin. Hún mun ef allt gengur að óskum duga til að rafvæða alla álfuna og vel það. Eitt höfðum við sem Afríku sárvantar enn. Þriðjungur fullorðinna Afríkubúa er enn ólæs. Íslendingar voru flestir læsir frá miðri 18. öld þrátt fyrir nístandi fátækt og voru að því leyti vel búnir undir heimastjórn 1904 og fullveldi 1918. Fjöldi útgefinna bóka á íslenzku jókst úr 1,6 á hverja þúsund íbúa 1906 í sex bækur á hverja þúsund íbúa um aldamótin síðustu en þeim hefur síðan þá fækkað í 4,5. Donald Trump er sagður vera fyrsti forseti Bandaríkjanna sem les ekki bækur. Afríku liggur á að allir þar læri að lesa. Fjórði hver Afríkubúi að aldrinum 15-24ra ára er enn ólæs á móti ellefta hverjum jarðarbúa í sama aldursflokki. Enn vantar Afríku herzlumuninn. Þetta hefst, held ég. Til þess þarf lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum auk annars. Meira næst.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar