Ísland var Afríka Þorvaldur Gylfason skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi fullveldisárið 1918 var svipaður og hann er nú í Gönu. Alla 20. öldina notuðu Íslendingar til að rífa sig upp úr fátækt fyrri tíðar. Það tókst. Getur Afríka lyft sama Grettistaki á 21. öldinni og Íslendingar lyftu á 20. öld? Hvað þarf til að svo megi verða? Viðskilnaður nýlenduveldanna Þegar Afríkulöndin tóku sér sjálfstæði hvert á eftir öðru árin um og eftir 1960 var staða þeirra veik þar eð nýlenduherrarnir höfðu vanrækt þau og rænt. Þegar Kongó lýsti yfir sjálfstæði 1960 sat aðeins eitt af hverjum tíu börnum á grunnskólaaldri á skólabekk og það bara í tvö ár. Meðal innfæddra var enginn læknir, enginn lögfræðingur, enginn framhaldsskólakennari. Slíkur var viðskilnaður Belga þegar þeir hurfu frá landinu. Áður en Portúgalar hrökkluðust frá Mósambík 1975 skildu þeir eftir sig sviðna jörð og fylltu jafnvel vatnslagnir heimamanna með fljótandi steypu. Mörg lönd álfunnar þurftu í reyndinni að hefja nýtt líf á eigin spýtur líkt og þau hefðu verið jöfnuð við jörðu í stríði eins og t.d. Japan og Þýzkaland 1945 og ríkin tvö á Kóreuskaga 1953. Fjárfesting, menntun og viðskipti Og hvað er þá mest um vert þegar svo illa stendur á? Í fyrsta lagi frjáls markaðsbúskapur undir heilbrigðu eftirliti almannavaldsins, frelsi með ábyrgð. Þessari leið höfnuðu margar Afríkuþjóðir líkt og Indverjar gerðu að fengnu sjálfstæði 1947. Sumar þessara þjóða töldu vænlegt að sækja fyrirmyndir til Sovétríkjanna frekar en til vesturveldanna. Eftir 1991 þegar Sovétríkin hrundu fölnaði sú fyrirmynd. Í annan stað þarf að efla fjárfestingu til að reisa verksmiðjur og útvega vélar og tæki. Þá þarf í þriðja lagi að leggja rækt við menntun til að byggja upp mannauðinn og orkuna sem býr í fólkinu. Loks þarf að efla bæði innanlands- og millilandaviðskipti til að öðlast aðgang að stærri markaði og nýta staðhætti sem bezt ásamt þeirri sérhæfingu sem þeir bjóða upp á. Allt þetta hefur tekizt sæmilega í Afríku á heildina litið þótt hægt hafi gengið. Stærri skammtar – meiri og betri fjárfesting, fleiri og fjölbreyttari skólar og blómlegri viðskipti – hefðu trúlega gefizt enn betur, en til þess skorti bæði fé og annað. Iðnríkin lokuðu lengi búvörumörkuðum sínum fyrir afrískum bændum en þau sáu sig síðar um hönd og opnuðu fátækustu löndunum aðgang. Afríkumenn sjálfir hafa vanrækt eflingu viðskipta innan álfunnar og haldið í lamandi viðskiptahindranir. Fyrirhuguðu Afríkusambandi hvenær sem af því verður er ætlað að ryðja slíkum hindrunum úr vegi að evrópskri fyrirmynd. Sameiginlegur gjaldmiðill Afríkulandanna á að heita afro. Raflýsing, lestur og lýðræði Þetta er samt ekki allt. Rafvæðing Afríku er enn skammt á veg komin eins og hún var hér heima þegar Halldór Laxness birti greinaflokk sinn „Raflýsing sveitanna“ í Alþýðublaðinu 1927. Aðeins sjötti hver Afríkubúi hafði aðgang að rafmagni 1990 borið saman við yfir 70% jarðarbúa á heildina litið. Ástandið hafði skánað 2016 þegar 43% Afríkubúa höfðu náð að tengjast rafmagni, en þá var heimsmeðaltalið komið upp í 86%. Rafvæðing er auk annars forsenda loftkælingar heimila og fyrirtækja. Loftkæling í heitum löndum er forsenda eðlilegra vinnuafkasta og vellíðanar eins og t.d. Bandaríkjamenn þekkja vel frá þeim tíma þegar Halldór Laxness mælti fyrir raflýsingu íslenzkra sveita. Þarna eiga Afríkumenn sjálfir hæg heimatök þar eð Kongófljótið, eitt mesta fljót heimsins, býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heiminum. Virkjun þess er skammt á veg komin. Hún mun ef allt gengur að óskum duga til að rafvæða alla álfuna og vel það. Eitt höfðum við sem Afríku sárvantar enn. Þriðjungur fullorðinna Afríkubúa er enn ólæs. Íslendingar voru flestir læsir frá miðri 18. öld þrátt fyrir nístandi fátækt og voru að því leyti vel búnir undir heimastjórn 1904 og fullveldi 1918. Fjöldi útgefinna bóka á íslenzku jókst úr 1,6 á hverja þúsund íbúa 1906 í sex bækur á hverja þúsund íbúa um aldamótin síðustu en þeim hefur síðan þá fækkað í 4,5. Donald Trump er sagður vera fyrsti forseti Bandaríkjanna sem les ekki bækur. Afríku liggur á að allir þar læri að lesa. Fjórði hver Afríkubúi að aldrinum 15-24ra ára er enn ólæs á móti ellefta hverjum jarðarbúa í sama aldursflokki. Enn vantar Afríku herzlumuninn. Þetta hefst, held ég. Til þess þarf lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum auk annars. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Reykjavík—Kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi fullveldisárið 1918 var svipaður og hann er nú í Gönu. Alla 20. öldina notuðu Íslendingar til að rífa sig upp úr fátækt fyrri tíðar. Það tókst. Getur Afríka lyft sama Grettistaki á 21. öldinni og Íslendingar lyftu á 20. öld? Hvað þarf til að svo megi verða? Viðskilnaður nýlenduveldanna Þegar Afríkulöndin tóku sér sjálfstæði hvert á eftir öðru árin um og eftir 1960 var staða þeirra veik þar eð nýlenduherrarnir höfðu vanrækt þau og rænt. Þegar Kongó lýsti yfir sjálfstæði 1960 sat aðeins eitt af hverjum tíu börnum á grunnskólaaldri á skólabekk og það bara í tvö ár. Meðal innfæddra var enginn læknir, enginn lögfræðingur, enginn framhaldsskólakennari. Slíkur var viðskilnaður Belga þegar þeir hurfu frá landinu. Áður en Portúgalar hrökkluðust frá Mósambík 1975 skildu þeir eftir sig sviðna jörð og fylltu jafnvel vatnslagnir heimamanna með fljótandi steypu. Mörg lönd álfunnar þurftu í reyndinni að hefja nýtt líf á eigin spýtur líkt og þau hefðu verið jöfnuð við jörðu í stríði eins og t.d. Japan og Þýzkaland 1945 og ríkin tvö á Kóreuskaga 1953. Fjárfesting, menntun og viðskipti Og hvað er þá mest um vert þegar svo illa stendur á? Í fyrsta lagi frjáls markaðsbúskapur undir heilbrigðu eftirliti almannavaldsins, frelsi með ábyrgð. Þessari leið höfnuðu margar Afríkuþjóðir líkt og Indverjar gerðu að fengnu sjálfstæði 1947. Sumar þessara þjóða töldu vænlegt að sækja fyrirmyndir til Sovétríkjanna frekar en til vesturveldanna. Eftir 1991 þegar Sovétríkin hrundu fölnaði sú fyrirmynd. Í annan stað þarf að efla fjárfestingu til að reisa verksmiðjur og útvega vélar og tæki. Þá þarf í þriðja lagi að leggja rækt við menntun til að byggja upp mannauðinn og orkuna sem býr í fólkinu. Loks þarf að efla bæði innanlands- og millilandaviðskipti til að öðlast aðgang að stærri markaði og nýta staðhætti sem bezt ásamt þeirri sérhæfingu sem þeir bjóða upp á. Allt þetta hefur tekizt sæmilega í Afríku á heildina litið þótt hægt hafi gengið. Stærri skammtar – meiri og betri fjárfesting, fleiri og fjölbreyttari skólar og blómlegri viðskipti – hefðu trúlega gefizt enn betur, en til þess skorti bæði fé og annað. Iðnríkin lokuðu lengi búvörumörkuðum sínum fyrir afrískum bændum en þau sáu sig síðar um hönd og opnuðu fátækustu löndunum aðgang. Afríkumenn sjálfir hafa vanrækt eflingu viðskipta innan álfunnar og haldið í lamandi viðskiptahindranir. Fyrirhuguðu Afríkusambandi hvenær sem af því verður er ætlað að ryðja slíkum hindrunum úr vegi að evrópskri fyrirmynd. Sameiginlegur gjaldmiðill Afríkulandanna á að heita afro. Raflýsing, lestur og lýðræði Þetta er samt ekki allt. Rafvæðing Afríku er enn skammt á veg komin eins og hún var hér heima þegar Halldór Laxness birti greinaflokk sinn „Raflýsing sveitanna“ í Alþýðublaðinu 1927. Aðeins sjötti hver Afríkubúi hafði aðgang að rafmagni 1990 borið saman við yfir 70% jarðarbúa á heildina litið. Ástandið hafði skánað 2016 þegar 43% Afríkubúa höfðu náð að tengjast rafmagni, en þá var heimsmeðaltalið komið upp í 86%. Rafvæðing er auk annars forsenda loftkælingar heimila og fyrirtækja. Loftkæling í heitum löndum er forsenda eðlilegra vinnuafkasta og vellíðanar eins og t.d. Bandaríkjamenn þekkja vel frá þeim tíma þegar Halldór Laxness mælti fyrir raflýsingu íslenzkra sveita. Þarna eiga Afríkumenn sjálfir hæg heimatök þar eð Kongófljótið, eitt mesta fljót heimsins, býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heiminum. Virkjun þess er skammt á veg komin. Hún mun ef allt gengur að óskum duga til að rafvæða alla álfuna og vel það. Eitt höfðum við sem Afríku sárvantar enn. Þriðjungur fullorðinna Afríkubúa er enn ólæs. Íslendingar voru flestir læsir frá miðri 18. öld þrátt fyrir nístandi fátækt og voru að því leyti vel búnir undir heimastjórn 1904 og fullveldi 1918. Fjöldi útgefinna bóka á íslenzku jókst úr 1,6 á hverja þúsund íbúa 1906 í sex bækur á hverja þúsund íbúa um aldamótin síðustu en þeim hefur síðan þá fækkað í 4,5. Donald Trump er sagður vera fyrsti forseti Bandaríkjanna sem les ekki bækur. Afríku liggur á að allir þar læri að lesa. Fjórði hver Afríkubúi að aldrinum 15-24ra ára er enn ólæs á móti ellefta hverjum jarðarbúa í sama aldursflokki. Enn vantar Afríku herzlumuninn. Þetta hefst, held ég. Til þess þarf lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum auk annars. Meira næst.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun