Núll Guðmundur Brynjólfsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar