Drengir, feður, stríð Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun