Dómur er fallinn – en hvað svo? Andrés Magnússon skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð?
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun