Jafnvægið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun