Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 12:45 Ferðaþjónustan hefur verið aðaldrifkraftur hagvaxtar hér á landi undanfarin ár en nú eru blikur á lofti í greininni. vísir/hanna Viðskiptaráð Íslands bendir á „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana í nýrri grein á vef sínum sem ber yfirskriftina Hvað er til skiptanna? 10 atriði um rekstur á Íslandi. Í greininni segir að Viðskiptaráð hafi töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. Segir að ýmsum fullyrðingum hafi verið varpað fram undanfarið til stuðnings málflutningi þeirra sem beina aðild eiga að viðræðunum. Þær stangist hins vegar oftar en ekki á við hvor aðra og því sé ekki nokkur leið fyrir almenning að átta sig á því „hvað snýr upp og hvað niður,“ eins og það er orðað. Viðskiptaráð setur fram tíu atriði, sem meðal annars byggjast á gögnum Hagstofu Íslands, til þess að reyna „að varpa ljósi á stöðu og þróun íslensk atvinnulífs á einfaldan hátt.“ Atriðin tíu eru eftirfarandi: 1. Sjö feit ár að baki 2. Góð ár að meðaltali – betri sums staðar, verri annars staðar 3. Hátt launahlutfall er sterk vísbending um takmarkað svigrúm til launahækkana 4. Í hávaxtalandi er ekki hægt að hækka hæsta launahlutfall innan OECD 5. Arðgreiðslur eru jafn eðlilegar og vaxtagreiðslur 6. Hægir á vexti í tækni-og hugverkaiðnaði þar sem tækifærin liggja 7. Ferðaþjónustan, drifkraftur hagvaxtar, gefur verulega eftir 8. Fólk er almennt svartsýnna á stöðuna og framtíðarhorfur 9. Ósjálfbærar launahækkanir hafa oftast leitt til verðbólgu – einfalt sýnidæmi 10. Eigi of miklar launahækkanir að skila raunverulegri kjarabót kallar það á erlenda skuldsetninguMyndin sýnir launakostnað og viðskiptajöfnuð sem hlutfall af landsframleiðslu.viðskiptaráð íslands„Tilhneigingin er sú að með hærra launahlutfalli fylgja hærri ráðstöfunartekjur sem auka innflutning án samsvarandi útflutnings“ Að því er kemur fram í grein Viðskiptaráðs eru atriði númer tvö og þrjú sterkar vísbendingar um að lítið svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum. Þannig segir um hátt launahlutfall fyrirtækja að þar sem sé það komið fimm prósentustigum yfir langtímameðaltal sé svigrúmið til launahækkana umfram það sem nemur verðmætasköpun lítið eða jafnvel ekkert: „Í samhengi komandi kjaraviðræðna er það ekki bara verðmætasköpunin sem skiptir máli heldur einnig hversu hátt launahlutfallið er, þ.e. hversu miklu er varið í launakostnað á móti fjármagnskostnaði, leigu, tekjuskatti og hagnaði. Samhliða miklum launahækkunum síðustu ár hefur hlutfallið hækkað um 4,3 prósentustig frá 2015 til 2017 og ef marka má nýjustu spá Seðlabankans mun það hækka um 1,6 prósentustig til viðbótar í ár. Launahlutfallið er nú komið um 5 prósentustigum yfir langtímameðaltal sem bendir sterklega til þess að svigrúm til launahækkana umfram það sem nemur verðmætasköpun í hagkerfinu sé lítið eða ekkert. Hlutfallið hefur þó farið hærra, t.d. fyrir hagkerfið í heild á árunum 2006–2007, en þá voru launin í raun að hluta til fengin að láni erlendis þar sem Ísland var með mikinn viðskiptahalla við útlönd á þeim tíma (mynd 3). Tilhneigingin er sú að með hærra launahlutfalli fylgja hærri ráðstöfunartekjur sem auka innflutning án samsvarandi útflutnings. Það leiðir til viðskiptahalla og gjarnan ósjálfbærrar erlendrar skuldsetningar sem er uppskrift að skakkaföllum síðar.“ Þá segir undir lið fjögur að það hversu hátt launahlutfallið sé í alþjóðlegum samanburði sé önnur sterk vísbending um lítið svigrúm: „Önnur og ekki síður sterk vísbending um að svigrúm til launahækkana sé lítið er launahlutfallið í alþjóðlegum samanburði. Árið 2016 var launahlutfallið á Íslandi það næsthæsta meðal OECD ríkja (mynd 4). OECD hefur ekki enn birt tölur fyrir Ísland árið 2017 en ef miðað er við tölurnar frá Hagstofunni fyrir árið 2017 eru allar líkur á því að það sé orðið það hæsta meðal OECD ríkja,“ segir í grein Viðskiptaráðs.Myndin sýnir samanburð á launakostnaði í löndum OECD.viðskiptaráð íslandsTækni-og hugverkaiðnaður og ferðaþjónusta eigi undir högg að sækja Jafnframt er bent á tvær atvinnugreinar sem hafa verið í mikilli sókn undanfarið en í báðum greinunum er launakostnaður mjög hár. Annars vegar er um að ræða tækni-og hugverkaiðnaðinn og hins vegar ferðaþjónustuna. „Viðskiptaráð hefur um árabil lagt áherslu á að hagsæld Íslands eigi í auknum mæli að byggja á alþjóðageiranum á komandi árum og áratugum. Undir alþjóðageirann falla þær atvinnugreinar sem byggja á hugviti og starfa í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sá geiri hefur verið í hljóðlátri sókn síðustu ár (í skugga ferðaþjónustunnar — sjá nánari umfjöllun í nýlegri skoðun Viðskiptaráðs) og vaxið býsna hratt. Þó virðist sem veður séu að skipast í lofti sbr. niðurstöður síðasta árs en þá jókst virðisauki fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði, sem skarast að mestu leyti við alþjóðageirann, einungis um 6% sem er minna en árin þrjú þar á undan. Hlutfall launakostnaðar af verðmætasköpun í þessum greinum hefur þó haldist nokkuð stöðugt en það er mjög hátt eða um 71% (mynd 6). Það gefur því augaleið að miklar launahækkanir bitna hvað harðast á þessum atvinnugreinum. Atvinnugreinum sem geta, ef rétt er haldið á spöðunum, staðið undir hagsæld Íslendinga til framtíðar,“ segir Viðskiptaráð um tækni-og hugverkaiðnaðinn. Þá sé ferðaþjónustan að gefa verulega eftir: „Í fyrra urðu vatnaskil í ferðaþjónustunni þegar sterkt gengi tók að segja til sín og meðbyrinn fór dvínandi. Tölur úr rekstri ferðaþjónustunnar eru í góðu samræmi við þetta (mynd 7). Virðisaukningin í helstu greinum ferðaþjónustu árið 2017 var 7%, eða sú minnsta síðan árið 2011. Í ofanálag hækkaði launahlutfallið í 72% og hefur ekki verið hærra frá árinu 2008. Þetta gefur til kynna að án verulegs vaxtar eða mikillar hagræðingar þolir ferðaþjónustan litlar launahækkanir.“Lesa má grein Viðskiptaráðs í heild sinni hér. Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. 12. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands bendir á „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana í nýrri grein á vef sínum sem ber yfirskriftina Hvað er til skiptanna? 10 atriði um rekstur á Íslandi. Í greininni segir að Viðskiptaráð hafi töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. Segir að ýmsum fullyrðingum hafi verið varpað fram undanfarið til stuðnings málflutningi þeirra sem beina aðild eiga að viðræðunum. Þær stangist hins vegar oftar en ekki á við hvor aðra og því sé ekki nokkur leið fyrir almenning að átta sig á því „hvað snýr upp og hvað niður,“ eins og það er orðað. Viðskiptaráð setur fram tíu atriði, sem meðal annars byggjast á gögnum Hagstofu Íslands, til þess að reyna „að varpa ljósi á stöðu og þróun íslensk atvinnulífs á einfaldan hátt.“ Atriðin tíu eru eftirfarandi: 1. Sjö feit ár að baki 2. Góð ár að meðaltali – betri sums staðar, verri annars staðar 3. Hátt launahlutfall er sterk vísbending um takmarkað svigrúm til launahækkana 4. Í hávaxtalandi er ekki hægt að hækka hæsta launahlutfall innan OECD 5. Arðgreiðslur eru jafn eðlilegar og vaxtagreiðslur 6. Hægir á vexti í tækni-og hugverkaiðnaði þar sem tækifærin liggja 7. Ferðaþjónustan, drifkraftur hagvaxtar, gefur verulega eftir 8. Fólk er almennt svartsýnna á stöðuna og framtíðarhorfur 9. Ósjálfbærar launahækkanir hafa oftast leitt til verðbólgu – einfalt sýnidæmi 10. Eigi of miklar launahækkanir að skila raunverulegri kjarabót kallar það á erlenda skuldsetninguMyndin sýnir launakostnað og viðskiptajöfnuð sem hlutfall af landsframleiðslu.viðskiptaráð íslands„Tilhneigingin er sú að með hærra launahlutfalli fylgja hærri ráðstöfunartekjur sem auka innflutning án samsvarandi útflutnings“ Að því er kemur fram í grein Viðskiptaráðs eru atriði númer tvö og þrjú sterkar vísbendingar um að lítið svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum. Þannig segir um hátt launahlutfall fyrirtækja að þar sem sé það komið fimm prósentustigum yfir langtímameðaltal sé svigrúmið til launahækkana umfram það sem nemur verðmætasköpun lítið eða jafnvel ekkert: „Í samhengi komandi kjaraviðræðna er það ekki bara verðmætasköpunin sem skiptir máli heldur einnig hversu hátt launahlutfallið er, þ.e. hversu miklu er varið í launakostnað á móti fjármagnskostnaði, leigu, tekjuskatti og hagnaði. Samhliða miklum launahækkunum síðustu ár hefur hlutfallið hækkað um 4,3 prósentustig frá 2015 til 2017 og ef marka má nýjustu spá Seðlabankans mun það hækka um 1,6 prósentustig til viðbótar í ár. Launahlutfallið er nú komið um 5 prósentustigum yfir langtímameðaltal sem bendir sterklega til þess að svigrúm til launahækkana umfram það sem nemur verðmætasköpun í hagkerfinu sé lítið eða ekkert. Hlutfallið hefur þó farið hærra, t.d. fyrir hagkerfið í heild á árunum 2006–2007, en þá voru launin í raun að hluta til fengin að láni erlendis þar sem Ísland var með mikinn viðskiptahalla við útlönd á þeim tíma (mynd 3). Tilhneigingin er sú að með hærra launahlutfalli fylgja hærri ráðstöfunartekjur sem auka innflutning án samsvarandi útflutnings. Það leiðir til viðskiptahalla og gjarnan ósjálfbærrar erlendrar skuldsetningar sem er uppskrift að skakkaföllum síðar.“ Þá segir undir lið fjögur að það hversu hátt launahlutfallið sé í alþjóðlegum samanburði sé önnur sterk vísbending um lítið svigrúm: „Önnur og ekki síður sterk vísbending um að svigrúm til launahækkana sé lítið er launahlutfallið í alþjóðlegum samanburði. Árið 2016 var launahlutfallið á Íslandi það næsthæsta meðal OECD ríkja (mynd 4). OECD hefur ekki enn birt tölur fyrir Ísland árið 2017 en ef miðað er við tölurnar frá Hagstofunni fyrir árið 2017 eru allar líkur á því að það sé orðið það hæsta meðal OECD ríkja,“ segir í grein Viðskiptaráðs.Myndin sýnir samanburð á launakostnaði í löndum OECD.viðskiptaráð íslandsTækni-og hugverkaiðnaður og ferðaþjónusta eigi undir högg að sækja Jafnframt er bent á tvær atvinnugreinar sem hafa verið í mikilli sókn undanfarið en í báðum greinunum er launakostnaður mjög hár. Annars vegar er um að ræða tækni-og hugverkaiðnaðinn og hins vegar ferðaþjónustuna. „Viðskiptaráð hefur um árabil lagt áherslu á að hagsæld Íslands eigi í auknum mæli að byggja á alþjóðageiranum á komandi árum og áratugum. Undir alþjóðageirann falla þær atvinnugreinar sem byggja á hugviti og starfa í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sá geiri hefur verið í hljóðlátri sókn síðustu ár (í skugga ferðaþjónustunnar — sjá nánari umfjöllun í nýlegri skoðun Viðskiptaráðs) og vaxið býsna hratt. Þó virðist sem veður séu að skipast í lofti sbr. niðurstöður síðasta árs en þá jókst virðisauki fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði, sem skarast að mestu leyti við alþjóðageirann, einungis um 6% sem er minna en árin þrjú þar á undan. Hlutfall launakostnaðar af verðmætasköpun í þessum greinum hefur þó haldist nokkuð stöðugt en það er mjög hátt eða um 71% (mynd 6). Það gefur því augaleið að miklar launahækkanir bitna hvað harðast á þessum atvinnugreinum. Atvinnugreinum sem geta, ef rétt er haldið á spöðunum, staðið undir hagsæld Íslendinga til framtíðar,“ segir Viðskiptaráð um tækni-og hugverkaiðnaðinn. Þá sé ferðaþjónustan að gefa verulega eftir: „Í fyrra urðu vatnaskil í ferðaþjónustunni þegar sterkt gengi tók að segja til sín og meðbyrinn fór dvínandi. Tölur úr rekstri ferðaþjónustunnar eru í góðu samræmi við þetta (mynd 7). Virðisaukningin í helstu greinum ferðaþjónustu árið 2017 var 7%, eða sú minnsta síðan árið 2011. Í ofanálag hækkaði launahlutfallið í 72% og hefur ekki verið hærra frá árinu 2008. Þetta gefur til kynna að án verulegs vaxtar eða mikillar hagræðingar þolir ferðaþjónustan litlar launahækkanir.“Lesa má grein Viðskiptaráðs í heild sinni hér.
Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. 12. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. 12. nóvember 2018 20:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent