Einkaveröldin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun