Úlfur, úlfur Hörður Ægisson skrifar 16. nóvember 2018 07:15 Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun