Úlfur, úlfur Hörður Ægisson skrifar 16. nóvember 2018 07:15 Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun