Réttarríkið og RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 12:00 Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar