Hefur yfirstjórn kirkjunnar misst trú á eigin boðun? Haraldur Benediktsson skrifar 2. nóvember 2018 10:53 Ég er sóknarbarn í Saurbæjarprestakalli. Skírður og fermdur, aldrei íhugað að yfirgefa íslenski þjóðkirkjuna. Kirkjuna sem boðar kærleika og umburðarlyndi. Nánast af tilviljun frétti ég að eigi að leggja niður prestakallið í Saurbæ. Mitt prestakall. Leggja einhliða undir Garðaprestakall. Sem ég og sveit mín reyndar tilheyrðum áður, til ársins 1974, ef ég man rétt. Hef ekki neitt að athuga við endurskipulagningu á innra starfi og fyrirkomulagi hennar. En vinnubrögð, aðferðarfræði og framganga yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í þessu máli forkastanleg. Nú liggur fyrir kirkjuþingi tillaga um að leggja niður Saurbæjarprestakall, og ástæðan er að sögn, vegna þess að sóknarprestur getur heilsu sinnar vegna ekki búið í prestbústaðnum vegna myglu. Viðgerðir hafa ekki verið fullnægjandi – og ekki reynt að láta reyna á til enda hvort takist að lagfæra húsið. En húsið í þessu ástandi verði mögulega sett í leigu til fólks sem sættir sig við að búa í heilsuspillandi húsnæði. . Það mun vera fordæmi fyrir því að Kirkjan leigi út íbúðarhúsnæði sem er skemmt af myglu. Ekki einu sinni haft fyrir því að láta prestakallið sem á að taka við vita að þetta standi til. Fjölskylda svipt heimili sínu. Sóknarprestur, sem hefur misst heilsuna vegna húsnæðis, er á hrakhólum. Hann og fjölskylda hans hafa ekki getað haldið heimili í langan tíma. Úrræði yfirvalda kirkjunnar er að kasta í skyndi fyrir kirkjuþing tillögu um að leggja þá niður prestakallið fyrst fjölskyldan vill ekki flytja aftur inn í prestsetrið, sem þó er heilsuspillandi! Hvernig rímar þetta við boðun kirkjunnar? Sem gefur sig út fyrir að standa fyrir náungakærleika – umburðarlyndi. Hvernig stjórnsýsla er það? Hvernig samræmist það boðandi kirkju um kærleika og umhyggju að ganga fram með þessum hætti? Að í skyndi – án þeirrar starfsreglu kirkjunnar að kirkjuráðið allt standi að tillögugerð. Einn kirkjuráðsmaður stendur að tillögunni – og gefur í skyn að allt kirkjuráðið styðji þessa lausn. Hversvegna stendur það ekki að allt að þessari tillögu? En hver er þessi lausn? Hefur verið reynt að semja við sóknarprestinn um aðra lausn? Nei. Hefur verið rætt við það fólk sem hefur tekið að sér, fyrir samfélag sitt, að gegna trúnaðarstöðum í þeim sóknum? Er það hugmynd kirkjunnar að lausn mála að svipta samfélagi prestakalli sínu og sóknarprest embætti af því að hann getur ekki búið á heimili sínu, sem er heilsuspillandi? Hús eru lagfærð og ný hús byggð, þegar þau ganga úr sér. Það er gangur lífsins. Kirkjur og prestsetur eru hluti af sögu okkar, það er stór ákvörðun að ganga til þess verks, að leggja niður prestakall. Prestsetur á einni höfuðkirkju Íslands Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hvar er nú virðing hennar fyrir arfleið sr Hallgríms Péturssonar? Höfundi passíusálmanna – einu mesta bókmenntverki sem þessi þjóð á. Það er eitthvað meira en lítið að fjármálum kirkjunnar ef hún getur ekki einu sinni haldið við húsum sínum. Hvernig fer kirkjan með eignir sínar, er spurning sem leitar á. Er það í samræmi við byggðalegt hlutverk þessarar miklu stofnunar að eyða byggð og búsetu með þessum hætti? Þetta er jú þjóðkirkjan. En munum að til stendur að leigja hús prestsetursins til fólks sem sættir sig við heilsuspillandi húsnæði. Vinnubrögð og aðdragandi að þessari geðþótta tillögu um skyndilega niðurlagningu prestakallsins eru forkastanleg. En samkvæmt þeim reglum sem kirkjuþing starfar eftir, að mér er sagt, er ekki farið að starfsreglum og tillagan ekki þingtæk. En það mun þykja aðeins formsatriði Það er því verið að skapa fordæmi fyrir þeim skyndi lausnum að leggja niður hundruð ára búsetu – með engum fyrirvara. Leggja niður prestakall – embætti – ef geðþótti yfirvalda stendur til þess. Ef prestur er óþægur - leggjum niður embættið. Þjóðkirkjan, með sín miklu opinberu framlög hefur að mínu mati skyldur við landsbyggðina. Auðvitað og sem betur fer erum við að hverfa frá opinberum embættisbústöðum. En fyrir byggðir getur skipt máli að opinberir aðilar þekki hlutverk sitt. Það er því ekkert sjálfgefið að td prestbústaður sé ekki endurnýjaður. Það er nauðsynlegt að aðdragandi að þessum breytingum verði rannsakaður og framganga öll. Fyrr er ekki hægt að öðlast traust og trúnað á þessa mikilvægu stofnun. Traust mitt til hennar er í það minnsta brotið. Er til of mikils mælst, af hendi okkar sóknarbarna, að tillögu þessari verði frestað – og reynt að ræða málið? Kannski ætti kirkjan sjálf að hlusta á það sem hún boðar? Ég hef ekki gengið af minni trú.Höfundur er alþingismaður. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er sóknarbarn í Saurbæjarprestakalli. Skírður og fermdur, aldrei íhugað að yfirgefa íslenski þjóðkirkjuna. Kirkjuna sem boðar kærleika og umburðarlyndi. Nánast af tilviljun frétti ég að eigi að leggja niður prestakallið í Saurbæ. Mitt prestakall. Leggja einhliða undir Garðaprestakall. Sem ég og sveit mín reyndar tilheyrðum áður, til ársins 1974, ef ég man rétt. Hef ekki neitt að athuga við endurskipulagningu á innra starfi og fyrirkomulagi hennar. En vinnubrögð, aðferðarfræði og framganga yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í þessu máli forkastanleg. Nú liggur fyrir kirkjuþingi tillaga um að leggja niður Saurbæjarprestakall, og ástæðan er að sögn, vegna þess að sóknarprestur getur heilsu sinnar vegna ekki búið í prestbústaðnum vegna myglu. Viðgerðir hafa ekki verið fullnægjandi – og ekki reynt að láta reyna á til enda hvort takist að lagfæra húsið. En húsið í þessu ástandi verði mögulega sett í leigu til fólks sem sættir sig við að búa í heilsuspillandi húsnæði. . Það mun vera fordæmi fyrir því að Kirkjan leigi út íbúðarhúsnæði sem er skemmt af myglu. Ekki einu sinni haft fyrir því að láta prestakallið sem á að taka við vita að þetta standi til. Fjölskylda svipt heimili sínu. Sóknarprestur, sem hefur misst heilsuna vegna húsnæðis, er á hrakhólum. Hann og fjölskylda hans hafa ekki getað haldið heimili í langan tíma. Úrræði yfirvalda kirkjunnar er að kasta í skyndi fyrir kirkjuþing tillögu um að leggja þá niður prestakallið fyrst fjölskyldan vill ekki flytja aftur inn í prestsetrið, sem þó er heilsuspillandi! Hvernig rímar þetta við boðun kirkjunnar? Sem gefur sig út fyrir að standa fyrir náungakærleika – umburðarlyndi. Hvernig stjórnsýsla er það? Hvernig samræmist það boðandi kirkju um kærleika og umhyggju að ganga fram með þessum hætti? Að í skyndi – án þeirrar starfsreglu kirkjunnar að kirkjuráðið allt standi að tillögugerð. Einn kirkjuráðsmaður stendur að tillögunni – og gefur í skyn að allt kirkjuráðið styðji þessa lausn. Hversvegna stendur það ekki að allt að þessari tillögu? En hver er þessi lausn? Hefur verið reynt að semja við sóknarprestinn um aðra lausn? Nei. Hefur verið rætt við það fólk sem hefur tekið að sér, fyrir samfélag sitt, að gegna trúnaðarstöðum í þeim sóknum? Er það hugmynd kirkjunnar að lausn mála að svipta samfélagi prestakalli sínu og sóknarprest embætti af því að hann getur ekki búið á heimili sínu, sem er heilsuspillandi? Hús eru lagfærð og ný hús byggð, þegar þau ganga úr sér. Það er gangur lífsins. Kirkjur og prestsetur eru hluti af sögu okkar, það er stór ákvörðun að ganga til þess verks, að leggja niður prestakall. Prestsetur á einni höfuðkirkju Íslands Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hvar er nú virðing hennar fyrir arfleið sr Hallgríms Péturssonar? Höfundi passíusálmanna – einu mesta bókmenntverki sem þessi þjóð á. Það er eitthvað meira en lítið að fjármálum kirkjunnar ef hún getur ekki einu sinni haldið við húsum sínum. Hvernig fer kirkjan með eignir sínar, er spurning sem leitar á. Er það í samræmi við byggðalegt hlutverk þessarar miklu stofnunar að eyða byggð og búsetu með þessum hætti? Þetta er jú þjóðkirkjan. En munum að til stendur að leigja hús prestsetursins til fólks sem sættir sig við heilsuspillandi húsnæði. Vinnubrögð og aðdragandi að þessari geðþótta tillögu um skyndilega niðurlagningu prestakallsins eru forkastanleg. En samkvæmt þeim reglum sem kirkjuþing starfar eftir, að mér er sagt, er ekki farið að starfsreglum og tillagan ekki þingtæk. En það mun þykja aðeins formsatriði Það er því verið að skapa fordæmi fyrir þeim skyndi lausnum að leggja niður hundruð ára búsetu – með engum fyrirvara. Leggja niður prestakall – embætti – ef geðþótti yfirvalda stendur til þess. Ef prestur er óþægur - leggjum niður embættið. Þjóðkirkjan, með sín miklu opinberu framlög hefur að mínu mati skyldur við landsbyggðina. Auðvitað og sem betur fer erum við að hverfa frá opinberum embættisbústöðum. En fyrir byggðir getur skipt máli að opinberir aðilar þekki hlutverk sitt. Það er því ekkert sjálfgefið að td prestbústaður sé ekki endurnýjaður. Það er nauðsynlegt að aðdragandi að þessum breytingum verði rannsakaður og framganga öll. Fyrr er ekki hægt að öðlast traust og trúnað á þessa mikilvægu stofnun. Traust mitt til hennar er í það minnsta brotið. Er til of mikils mælst, af hendi okkar sóknarbarna, að tillögu þessari verði frestað – og reynt að ræða málið? Kannski ætti kirkjan sjálf að hlusta á það sem hún boðar? Ég hef ekki gengið af minni trú.Höfundur er alþingismaður. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu hans.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun