Valdafíkn og níð Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun