Rætur menningarinnar Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 21. október 2018 11:00 Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á þriðjudaginn var mælti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fyrir frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Íslensk bókaútgáfa hefur átt í vök að verjast en undanfarin tíu ár hefur bóksala dregist saman um 36% meðal annars vegna tæknibreytinga og örrar samfélagsþróunar. Það er brýnt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að takast á við áskoranir sem þessar og snúa vörn í sókn. Frumvarpið sem um ræðir er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 400 milljónum kr. frá og með árinu 2019 og gildir þá einu um hvort bókin er gefin út á prenti eða rafrænu formi. Þessi stuðningur er í takt við það endurgreiðslukerfi sem kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn nýtur og hefur það gefið góða raun. Íslenskan í öndvegi Ríkisstjórnin hefur sett íslenskuna í öndvegi á þessu kjörtímabili. Til viðbótar við nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku má nefna máltækniverkefnið, sem mun gera íslenskuna gildandi í stafrænum heimi til framtíðar og gera komandi kynslóðum kleift að eiga samskipi við snjalltækin sín á íslensku. Þá hafa verið kynntar tillögur til þess að efla einkarekna fjölmiðla en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Til allrar menningar þarf ræktun og allrar ræktunar þarf tíma. Fámenn þjóð sem okkar verður að hafa slíkt hugfast og vinna stöðugt að því að skapa hagfelld skilyrði fyrir blómlegt menningarlíf þar sem íslenskan er í brennidepli. Frumvarpið um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er mikilvæg varða á þeirri leið og hvetur okkur áfram til dáða við að hlúa betur að rótum menningar okkar, sjálfu tungumálinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjödæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Silja Dögg Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Jóhann Friðrik Friðriksson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á þriðjudaginn var mælti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fyrir frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Íslensk bókaútgáfa hefur átt í vök að verjast en undanfarin tíu ár hefur bóksala dregist saman um 36% meðal annars vegna tæknibreytinga og örrar samfélagsþróunar. Það er brýnt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að takast á við áskoranir sem þessar og snúa vörn í sókn. Frumvarpið sem um ræðir er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 400 milljónum kr. frá og með árinu 2019 og gildir þá einu um hvort bókin er gefin út á prenti eða rafrænu formi. Þessi stuðningur er í takt við það endurgreiðslukerfi sem kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn nýtur og hefur það gefið góða raun. Íslenskan í öndvegi Ríkisstjórnin hefur sett íslenskuna í öndvegi á þessu kjörtímabili. Til viðbótar við nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku má nefna máltækniverkefnið, sem mun gera íslenskuna gildandi í stafrænum heimi til framtíðar og gera komandi kynslóðum kleift að eiga samskipi við snjalltækin sín á íslensku. Þá hafa verið kynntar tillögur til þess að efla einkarekna fjölmiðla en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Til allrar menningar þarf ræktun og allrar ræktunar þarf tíma. Fámenn þjóð sem okkar verður að hafa slíkt hugfast og vinna stöðugt að því að skapa hagfelld skilyrði fyrir blómlegt menningarlíf þar sem íslenskan er í brennidepli. Frumvarpið um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er mikilvæg varða á þeirri leið og hvetur okkur áfram til dáða við að hlúa betur að rótum menningar okkar, sjálfu tungumálinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjödæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykanesbæ
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar