Rætur menningarinnar Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 21. október 2018 11:00 Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á þriðjudaginn var mælti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fyrir frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Íslensk bókaútgáfa hefur átt í vök að verjast en undanfarin tíu ár hefur bóksala dregist saman um 36% meðal annars vegna tæknibreytinga og örrar samfélagsþróunar. Það er brýnt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að takast á við áskoranir sem þessar og snúa vörn í sókn. Frumvarpið sem um ræðir er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 400 milljónum kr. frá og með árinu 2019 og gildir þá einu um hvort bókin er gefin út á prenti eða rafrænu formi. Þessi stuðningur er í takt við það endurgreiðslukerfi sem kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn nýtur og hefur það gefið góða raun. Íslenskan í öndvegi Ríkisstjórnin hefur sett íslenskuna í öndvegi á þessu kjörtímabili. Til viðbótar við nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku má nefna máltækniverkefnið, sem mun gera íslenskuna gildandi í stafrænum heimi til framtíðar og gera komandi kynslóðum kleift að eiga samskipi við snjalltækin sín á íslensku. Þá hafa verið kynntar tillögur til þess að efla einkarekna fjölmiðla en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Til allrar menningar þarf ræktun og allrar ræktunar þarf tíma. Fámenn þjóð sem okkar verður að hafa slíkt hugfast og vinna stöðugt að því að skapa hagfelld skilyrði fyrir blómlegt menningarlíf þar sem íslenskan er í brennidepli. Frumvarpið um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er mikilvæg varða á þeirri leið og hvetur okkur áfram til dáða við að hlúa betur að rótum menningar okkar, sjálfu tungumálinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjödæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Silja Dögg Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Jóhann Friðrik Friðriksson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Sjá meira
Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á þriðjudaginn var mælti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fyrir frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Íslensk bókaútgáfa hefur átt í vök að verjast en undanfarin tíu ár hefur bóksala dregist saman um 36% meðal annars vegna tæknibreytinga og örrar samfélagsþróunar. Það er brýnt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að takast á við áskoranir sem þessar og snúa vörn í sókn. Frumvarpið sem um ræðir er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 400 milljónum kr. frá og með árinu 2019 og gildir þá einu um hvort bókin er gefin út á prenti eða rafrænu formi. Þessi stuðningur er í takt við það endurgreiðslukerfi sem kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn nýtur og hefur það gefið góða raun. Íslenskan í öndvegi Ríkisstjórnin hefur sett íslenskuna í öndvegi á þessu kjörtímabili. Til viðbótar við nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku má nefna máltækniverkefnið, sem mun gera íslenskuna gildandi í stafrænum heimi til framtíðar og gera komandi kynslóðum kleift að eiga samskipi við snjalltækin sín á íslensku. Þá hafa verið kynntar tillögur til þess að efla einkarekna fjölmiðla en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Til allrar menningar þarf ræktun og allrar ræktunar þarf tíma. Fámenn þjóð sem okkar verður að hafa slíkt hugfast og vinna stöðugt að því að skapa hagfelld skilyrði fyrir blómlegt menningarlíf þar sem íslenskan er í brennidepli. Frumvarpið um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er mikilvæg varða á þeirri leið og hvetur okkur áfram til dáða við að hlúa betur að rótum menningar okkar, sjálfu tungumálinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjödæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykanesbæ
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun