Jöklanna tindar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar