Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 08:00 Samkeppniseftirlitið ógilti í síðustu viku kaup apótekakeðjunnar Lyfja og heilsu á Opnu ehf. sem rekur Apótek MOS í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/HANNA Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna. Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57
Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23