Vitleysa reiðinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun