Framtíðarsýn í miðborg Hjálmar Sveinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar