Allt í plasti Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Plast þótti einu sinni mikið og merkilegt töfraefni. Tilkoma þess einfaldaði tilveruna og auðveldaði okkur lífið svo mjög að við notum plast í allt. Plastið er svolítið eins og Guð og býr í garðslöngunni og núna líka í glötuninni. Plastið sem áður var blessun er orðið bölvun og heldur er gamanið farið að kárna þegar plastið hefur myndað risastórt eyland úti á miðju reginhafi, eiginlega stofnað sjálfstæða heimsálfu sem boðar ekkert gott. Plastið er meira að segja orðið hluti af okkur sjálfum, við erum orðin plast. Við kúkum í það minnsta plasti ef marka má nýjustu rannsóknir. Hvernig útsmogið plastið fór að því að renna svona gersamlega saman við okkur er mér hulin ráðgáta. Vissulega er löng og rík hefð fyrir því hjá nútímamanninum að éta alls konar rusl en hvergi minnist ég þess að hafa rekist á plast á matseðlum. Mikið furðuverk og flárátt, bölvað plastið. Hópur hugdjarfs fólks, sennilega væri þó heiðarlegra að kalla það bara hreint út sagt heimskt í bjartsýni sinni, boðaði plastlausan september. Hvernig ætli fólki hafi gengið svona almennt að sniðganga plast í heilan mánuð? Ég sé ekki fyrir mér að geta komist í gegnum plastlausan hálftíma. Öll verðum við þó að reyna að spyrna við fótum og þá vonandi á gúmmískósólum frekar en úr plasti. Það segir samt sitt um við hverslags ofurefli er að etja þegar græna tunnan sem ég á að setja flokkaða og hreinsaða plastið mitt í er úr plasti! Og ekki eru nú þeir sem pakka vörum sínum í plast mikið að hjálpa manni að flokka og greina plast frá skárra rusli. Öllum þessum efnum er grautað saman væntanlega til þess að gera flokkunina erfiðari. Er þetta kannski bara allt í plati? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Plast þótti einu sinni mikið og merkilegt töfraefni. Tilkoma þess einfaldaði tilveruna og auðveldaði okkur lífið svo mjög að við notum plast í allt. Plastið er svolítið eins og Guð og býr í garðslöngunni og núna líka í glötuninni. Plastið sem áður var blessun er orðið bölvun og heldur er gamanið farið að kárna þegar plastið hefur myndað risastórt eyland úti á miðju reginhafi, eiginlega stofnað sjálfstæða heimsálfu sem boðar ekkert gott. Plastið er meira að segja orðið hluti af okkur sjálfum, við erum orðin plast. Við kúkum í það minnsta plasti ef marka má nýjustu rannsóknir. Hvernig útsmogið plastið fór að því að renna svona gersamlega saman við okkur er mér hulin ráðgáta. Vissulega er löng og rík hefð fyrir því hjá nútímamanninum að éta alls konar rusl en hvergi minnist ég þess að hafa rekist á plast á matseðlum. Mikið furðuverk og flárátt, bölvað plastið. Hópur hugdjarfs fólks, sennilega væri þó heiðarlegra að kalla það bara hreint út sagt heimskt í bjartsýni sinni, boðaði plastlausan september. Hvernig ætli fólki hafi gengið svona almennt að sniðganga plast í heilan mánuð? Ég sé ekki fyrir mér að geta komist í gegnum plastlausan hálftíma. Öll verðum við þó að reyna að spyrna við fótum og þá vonandi á gúmmískósólum frekar en úr plasti. Það segir samt sitt um við hverslags ofurefli er að etja þegar græna tunnan sem ég á að setja flokkaða og hreinsaða plastið mitt í er úr plasti! Og ekki eru nú þeir sem pakka vörum sínum í plast mikið að hjálpa manni að flokka og greina plast frá skárra rusli. Öllum þessum efnum er grautað saman væntanlega til þess að gera flokkunina erfiðari. Er þetta kannski bara allt í plati?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar