Hrekkjavakning Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. október 2018 07:00 Hópefli elur á hatri og sundrungu og er skýrasta dæmið um að vegurinn til vítis er frá fyrsta skrefi varðaður góðum áformum. Flokkshollusta er fyrirtaksdæmi um hversu mannfjandsamlegt og hugsjónalaust hópefli er í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru saman í ríkisstjórn, þið vitið? Hópeflisdagar eru annað ömurlegt dæmi enda ógnvekjandi hversu auðvelt er að láta mannkyn virkra í athugasemdum troða sig út af rjómabollum einn daginn, gefa blóm, éta sér til óbóta af söltuðu kjöti eða graðga í sig hlandleginni skötu. Hrekkjavakan er eini heilbrigði hópeflisdagurinn vegna þess að hún er alvöru karnival sem ruglar bæði öfgahægribullurnar sem og ringlaðan rétttrúnaðinn til vinstri. Þetta er fjölþjóðleg gleði þar sem heiðni og kaþólska renna saman, rétt eins og sósíalisminn og kapítalisminn; múgurinn kallar eftir ölmusu, í ákveðnum hótunartón og þeir sem lúra á gæðunum kasta gúmmelaðinu, endurgjaldslaust, yfir lýðinn. Á hrekkjavökunni fer allt skemmtilega liðið, sem kúgandi eingyðistrúarbrögðin fordæma, á kreik. Vampírur, nornir, mórar og skottur taka völdin og allir fá að vera með vegna þess að þegar maður er í dulargervi getur enginn dæmt mann fyrir húðlit, kynhneigð, umframkíló, trú eða stjórnmálaskoðun. Við fáum frelsi til þess að vera við sjálf með því að vera ekki við sjálf og er ekki líklegt að manni líði betur, til dæmis sem raðmorðingja með hvíta grímu og búrhníf frekar en í gervi hugsjónalauss komma í köflóttri skyrtu eða réttþenkjandi fasista í jakkafötum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hópefli elur á hatri og sundrungu og er skýrasta dæmið um að vegurinn til vítis er frá fyrsta skrefi varðaður góðum áformum. Flokkshollusta er fyrirtaksdæmi um hversu mannfjandsamlegt og hugsjónalaust hópefli er í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru saman í ríkisstjórn, þið vitið? Hópeflisdagar eru annað ömurlegt dæmi enda ógnvekjandi hversu auðvelt er að láta mannkyn virkra í athugasemdum troða sig út af rjómabollum einn daginn, gefa blóm, éta sér til óbóta af söltuðu kjöti eða graðga í sig hlandleginni skötu. Hrekkjavakan er eini heilbrigði hópeflisdagurinn vegna þess að hún er alvöru karnival sem ruglar bæði öfgahægribullurnar sem og ringlaðan rétttrúnaðinn til vinstri. Þetta er fjölþjóðleg gleði þar sem heiðni og kaþólska renna saman, rétt eins og sósíalisminn og kapítalisminn; múgurinn kallar eftir ölmusu, í ákveðnum hótunartón og þeir sem lúra á gæðunum kasta gúmmelaðinu, endurgjaldslaust, yfir lýðinn. Á hrekkjavökunni fer allt skemmtilega liðið, sem kúgandi eingyðistrúarbrögðin fordæma, á kreik. Vampírur, nornir, mórar og skottur taka völdin og allir fá að vera með vegna þess að þegar maður er í dulargervi getur enginn dæmt mann fyrir húðlit, kynhneigð, umframkíló, trú eða stjórnmálaskoðun. Við fáum frelsi til þess að vera við sjálf með því að vera ekki við sjálf og er ekki líklegt að manni líði betur, til dæmis sem raðmorðingja með hvíta grímu og búrhníf frekar en í gervi hugsjónalauss komma í köflóttri skyrtu eða réttþenkjandi fasista í jakkafötum?
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar