Laxeldi í opnum og lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 29. október 2018 14:56 Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun