Getur ekki einhver annar sinnt þessu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. október 2018 07:30 Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar