Að fá að kveðja Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Dánaraðstoð Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun