Fótbolti

Sara Björk mætir Atletico Madrid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar þýska meistaratitlinum 2018 með liðsfélögum sínum Joelle Wedemeyer, Katharinu Baunach og Ewu Pajor.
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar þýska meistaratitlinum 2018 með liðsfélögum sínum Joelle Wedemeyer, Katharinu Baunach og Ewu Pajor. Vísir/Getty
Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir fer til Spánar, Glódís Perla Viggósdóttir mætir Slavia Prag og Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk Norðurlandaslag.

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í þýska meistaraliðinu Wolfsburg unnu Þór/KA heima og að heiman í síðustu umferð. Þær fá spænska liðið Atletico Madrid í heimsókn um miðjan mánuð þegar fyrri leikurinn fer fram.

Sænsku meistararnir í Rosengård með Glódísi Perlu Viggósdóttur innanborðs drógust gegn Slavia Prag og fá fyrri leikinn á heimavelli. Norska liðið Lilleström mætir danska liðinu Bröndby í Norðurlandaslag. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir leikur með Lilleström.

María Þórisdóttir og lið Chelsea dróst gegn ítalska liðinu Fiorentina og sigurvegarar keppninnar á síðasta ári Lyon mæta Ajax.

Fyrri leikirnir fara fram 17. og 18. október, þeir seinni 31. október og 1. nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×