Fyrir fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun