Stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys Ólafur Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:14 Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar