Stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys Ólafur Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:14 Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.