Stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys Ólafur Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:14 Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun