Real lét eitt mark duga gegn Espanyol

Anton Ingi Leifsson skrifar
Madrídingar fagna marki Asensio.
Madrídingar fagna marki Asensio. Vísir/Getty
Real Madrid vann 1-0 sigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Fallegt var það ekki en það hafðist hjá Real.

Real er með þrettán stig eftir fyrstu fimm leikina á Spáni en liðið hefur gert eitt jafntefli og unnið fyrstu fjóra leikina.

Fjórða sigurinn tryggði Marco Asensio með marki sínu í kvöld er liðið vann 1-0 sigur á Espanyol á Santiago Bernabeu.

Real er á toppi deildarinnar, eins og er, með þrettán stig en Börsungar geta farið á toppinn á morgun með sigri á Girona á heimavelli.

Barca hefur ekki tapað stigi það sem af er en grannar þeirra í Espanyol eru með sjö stig eftir fimm leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira