Stofnendur samfélagsmiðilsins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger, hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu. Þeir tilkynntu um ákvörðun sína í gær.
Systrom og Krieger stofnuðu Instagram árið 2010. Samfélagsmiðlarisinn Facebook festi svo kaup á Instagram árið 2012 og greiddi einn milljarð Bandaríkjadala, um 110 milljarða króna, fyrir. Samruninn tók nokkuð á stjórnendur Instagram en samkvæmt frétt BBC hefur andað köldu á milli Systrom og Krieger og Facebook.
Systrom tilkynnti um ákvörðun sína í bloggfærslu í gær. Þar sagði hann þá félaga „tilbúna fyrir næsta kafla“ og að þeir hlökkuðu til að sjá hvað framtíð Instagram og Facebook bæri í skauti sér.
Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, sagði í yfirlýsingu vegna málsins að hann hefði notið þess að vinna með Systrom og Krieger.
Stofnendur Instagram hætta

Tengdar fréttir

Svona nærð þú vinsældum á Instagram
Það er draumur margra að verða vinsæll á Instagram og sanka að sér fylgjendum og fá aukna athygli.

Svona virkar Instagram í raun og veru
Instagram útskýrir algóriþmann sinn í fyrsta skipti.

Ný viðbót á Instagram
Snjallforritið Instagram náði nýlega þeim áfanga að einn milljarður manna notar snjallforritið mánaðarlega. Þeir bættu nýlega við nýrri viðbót, Instagram sjónvarp (IGTV).