Blind andúð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. september 2018 07:00 Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar