Kalifornía ætlar að framleiða allt rafmagn án kolefnis fyrir 2045 Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 09:03 Nýju lögin gera ráð fyrir að allt rafmagn verði framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og sólarorku fyrir miðja öldina. Vísir/Getty Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45