Samtök um meðferðarsetur fyrir ungt fólk í vanda Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 11. september 2018 11:15 Þann 17. september næstkomandi hefði Bergur Snær sonur minn orðið 22 ára hefði hann lifað. En hann tók eigið líf aðeins 19 ára þann 18. mars 2016. Hann fór í gegnum flest þau úrræði sem til voru til hjálpar, en ekki náðist að vinna með hans vanda og vanlíðan og hann missti vonina. Eftir að drengurinn minn dó stofnuðum við minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Síðan þá hef ég talað við ótalmarga og heyrt sögur sem eru svo líkar hans Bergs. Sögur um úrræðaleysi eða hvernig úrræði sem til eru passa ekki. Það virðist vera einhver vanmáttur þegar kemur að ungu fólk sem á erfitt, er að deyfa sig með neyslu eða öðrum sjálfsskaða og eiga við áföll, kvíða eða annan geðvanda. Ungt fólk sem dettur út úr framhaldsskólum, missir vinnugetu og/eða flakkar á milli vinna og nær ekki tökum á lífinu. Nær allir sem ég hitti frá degi til dags eiga barn, frænku eða frænda, barnabarn, bróður, systur, barn vina eða einhverja nálægt sér sem þau hafa áhyggjur af og gengur ekki nógu vel að fóta sig í lífinu sem ungar manneskjur. Tölur um vanlíðan ungs fólks, sjálfsvígshugsanir/tilraunir, brottfall úr skólum og aukning í örorku hjá þessum hóp ríma við þessar sögur. Það að við náum ekki utan um þessi mál snýst ekki um að það vanti fagfólk eða þekkingu á Íslandi. Við eigum svo mikið af ótrúlega færu og flottu fólki menntað í geðheilbrigði, fíkn, endurhæfingu, kennslu og öllu hinu. Við þurfum bara að búa til vettvang þar sem við söfnum þessari þekkingu saman og búum til meðferðar úrræði miðað við það sem best gerist. Þetta er það sem við viljum gera. Virkja allt þetta fólk sem brennur fyrir þessum málum og setja á stofn samtök með það að markmiði að koma af stað meðferðarsetri fyrir ungt fólk á Íslandi. Nú þegar er kominn öflugur hópur fólks sem vill fara af stað í verkefnið, sálfræðingar, annað fagfólk, kennarar, háskólafólk og foreldrar og aðstandendur eins og ég. Útgangspunktur okkar er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við viljum nota bestu gagnreyndu aðferðirnar í meðferðarstarfi og flétta inn í daglegt starf listir og íþróttir og lífsleikni í breiðasta skilningi. Finna eldinn innra með unga fólkinu okkar og virkja þau til heilsu og virkni. Það liggja mikil verðmæti í þessum hóp sem ég held að við getum virkjað til hagsbóta fyrir unga fólkið okkar og ekki síður samfélagið í heild. Stofnfundur samtakanna verður þann 17. september klukkan 19:30 í Iðnó. Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni að koma á fundinn og taka þátt í þessu með okkur. Hér má sjá upplýsingar um fundinn. Fundinum verður streymt rafrænt af facebook og einnig geta þeir sem ekki komast á fundinn skráð sig á facebook sem stofnmeðlim samtakanna. Við getum gert þetta saman Sigurþóra Bergsdóttir, mamma og stjórnarformaður Minningarsjóðs Bergs Snæs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 17. september næstkomandi hefði Bergur Snær sonur minn orðið 22 ára hefði hann lifað. En hann tók eigið líf aðeins 19 ára þann 18. mars 2016. Hann fór í gegnum flest þau úrræði sem til voru til hjálpar, en ekki náðist að vinna með hans vanda og vanlíðan og hann missti vonina. Eftir að drengurinn minn dó stofnuðum við minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Síðan þá hef ég talað við ótalmarga og heyrt sögur sem eru svo líkar hans Bergs. Sögur um úrræðaleysi eða hvernig úrræði sem til eru passa ekki. Það virðist vera einhver vanmáttur þegar kemur að ungu fólk sem á erfitt, er að deyfa sig með neyslu eða öðrum sjálfsskaða og eiga við áföll, kvíða eða annan geðvanda. Ungt fólk sem dettur út úr framhaldsskólum, missir vinnugetu og/eða flakkar á milli vinna og nær ekki tökum á lífinu. Nær allir sem ég hitti frá degi til dags eiga barn, frænku eða frænda, barnabarn, bróður, systur, barn vina eða einhverja nálægt sér sem þau hafa áhyggjur af og gengur ekki nógu vel að fóta sig í lífinu sem ungar manneskjur. Tölur um vanlíðan ungs fólks, sjálfsvígshugsanir/tilraunir, brottfall úr skólum og aukning í örorku hjá þessum hóp ríma við þessar sögur. Það að við náum ekki utan um þessi mál snýst ekki um að það vanti fagfólk eða þekkingu á Íslandi. Við eigum svo mikið af ótrúlega færu og flottu fólki menntað í geðheilbrigði, fíkn, endurhæfingu, kennslu og öllu hinu. Við þurfum bara að búa til vettvang þar sem við söfnum þessari þekkingu saman og búum til meðferðar úrræði miðað við það sem best gerist. Þetta er það sem við viljum gera. Virkja allt þetta fólk sem brennur fyrir þessum málum og setja á stofn samtök með það að markmiði að koma af stað meðferðarsetri fyrir ungt fólk á Íslandi. Nú þegar er kominn öflugur hópur fólks sem vill fara af stað í verkefnið, sálfræðingar, annað fagfólk, kennarar, háskólafólk og foreldrar og aðstandendur eins og ég. Útgangspunktur okkar er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við viljum nota bestu gagnreyndu aðferðirnar í meðferðarstarfi og flétta inn í daglegt starf listir og íþróttir og lífsleikni í breiðasta skilningi. Finna eldinn innra með unga fólkinu okkar og virkja þau til heilsu og virkni. Það liggja mikil verðmæti í þessum hóp sem ég held að við getum virkjað til hagsbóta fyrir unga fólkið okkar og ekki síður samfélagið í heild. Stofnfundur samtakanna verður þann 17. september klukkan 19:30 í Iðnó. Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni að koma á fundinn og taka þátt í þessu með okkur. Hér má sjá upplýsingar um fundinn. Fundinum verður streymt rafrænt af facebook og einnig geta þeir sem ekki komast á fundinn skráð sig á facebook sem stofnmeðlim samtakanna. Við getum gert þetta saman Sigurþóra Bergsdóttir, mamma og stjórnarformaður Minningarsjóðs Bergs Snæs.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun