Rétti forsetinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun