Örlítið samhengi Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 13. september 2018 19:54 Katrín Jakobsdóttir hitti börn sem vildu lækkun á ís og gamalt fólk sem gladdist með henni yfir fullveldinu. Ég vil ekki gera lítið úr henni, börnunum eða gleðinni yfir fullveldinu, alls ekki, en mig langar samt að segja þetta: Ég hitti konur sem leigja bílskúr fyrir 150.000 krónur á mánuði, sem vinna burtu sumarfríin sín (sem ég hef líka gert) af því þær vantar alltaf meiri pening af því að þrátt fyrir að þær vinni eins og skepnur þá hafa þær í ráðstöfunartekjur 260.000 kall á mánuði, ég hitti konur sem eru enn að reyna að krafsa sig undan Hruninu, sem eru í viðbjóðslegum skuldafjötrum 10 árum eftir að sturlaðir kapítalistar rústuðu lífi alþýðufólks á Íslandi, ég hitti konur sem hafa unnið „konustörf“ alla sína ævi og aldrei fengið neitt fyrir nema rétt nóg fyrir ferðunum í Bónus, konur sem hafa þurft að þola það að í þær sé kastað þúsundkalli hér og þúsundkalli þar og það kallað „kaupmáttaraukning“, ég hitti konur sem geta ekki leigt í Reykjavík, sem er ýtt útaf sturluðum leigumarkaði þar og þurfa því að fara langar vegalengdir til að sækja vinnu, með öllum þeim tryllta kostnaði sem því fylgir, ég hitti konur sem misstu húsnæðið sitt og fengu þau „ráð“ hjá kerfinu að leita skjóls hjá Kvennaathvarfinu (það þarf kannski að fara að opna athvarf fyrir þau sem verða fyrir efnhagslegu ofbeldi samræmdar láglaunastefnu?), ég hitti konur héðan og þaðan sem vinna á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs, alla sína ævi, frá því að þær eru unglingsstelpur og fram á gamals aldur og geta samt aldrei, aldrei strokið um frjálst höfuð efnhagslega.Börn eru frábær, ís er góður, það er gaman að spjalla um liðna tíð og sumum er fullveldið hugleikið. En getum við ekki verið sammála um það að á meðan stórum hópi fólks er haldið, með öllum tiltækum ráðum, pikkföstum á botni hins efnhagslega stigveldis, að á meðan 70 fermetra blokkaíbúð í Breiðholtinu er leigð af harðsvíruðum kapítalistum á 240.000 krónur á mánuði og 43 fermetra íbúð á 171.000 krónur á mánuði, á meðan manneskja á lágmarkslaunum fær útborgað til framfærslu 235.508 krónur á mánuði, að á meðan staðan er svona í blessuði fullveldinu, þá er kannski hægt að geyma samtöl um ís og einbeita sér að því sem skiptir máli sem hlýtur meðal annars að vera þetta: Hvað teljum við vera í lagi að bjóða fullorðnu vinnandi fólki uppá í íslensku samfélagi? Þegar við erum búin að komast að ásættanlegri og mannsæmandi niðurstöðu þar getum kannski farið að ræða ís og fullveldi. Ég vil gjarnan, líkt og Katrín, skila ungu kynslóðinni góðu búi en ég sætti mig ekki við að góða búið sé byggt upp á vinnu fólks sem fær ekki réttmætan skerf af búsældinni. Það er einfaldlega svo einfalt.Grein Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, birtist fyrst á Facebook-vegg hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hitti börn sem vildu lækkun á ís og gamalt fólk sem gladdist með henni yfir fullveldinu. Ég vil ekki gera lítið úr henni, börnunum eða gleðinni yfir fullveldinu, alls ekki, en mig langar samt að segja þetta: Ég hitti konur sem leigja bílskúr fyrir 150.000 krónur á mánuði, sem vinna burtu sumarfríin sín (sem ég hef líka gert) af því þær vantar alltaf meiri pening af því að þrátt fyrir að þær vinni eins og skepnur þá hafa þær í ráðstöfunartekjur 260.000 kall á mánuði, ég hitti konur sem eru enn að reyna að krafsa sig undan Hruninu, sem eru í viðbjóðslegum skuldafjötrum 10 árum eftir að sturlaðir kapítalistar rústuðu lífi alþýðufólks á Íslandi, ég hitti konur sem hafa unnið „konustörf“ alla sína ævi og aldrei fengið neitt fyrir nema rétt nóg fyrir ferðunum í Bónus, konur sem hafa þurft að þola það að í þær sé kastað þúsundkalli hér og þúsundkalli þar og það kallað „kaupmáttaraukning“, ég hitti konur sem geta ekki leigt í Reykjavík, sem er ýtt útaf sturluðum leigumarkaði þar og þurfa því að fara langar vegalengdir til að sækja vinnu, með öllum þeim tryllta kostnaði sem því fylgir, ég hitti konur sem misstu húsnæðið sitt og fengu þau „ráð“ hjá kerfinu að leita skjóls hjá Kvennaathvarfinu (það þarf kannski að fara að opna athvarf fyrir þau sem verða fyrir efnhagslegu ofbeldi samræmdar láglaunastefnu?), ég hitti konur héðan og þaðan sem vinna á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs, alla sína ævi, frá því að þær eru unglingsstelpur og fram á gamals aldur og geta samt aldrei, aldrei strokið um frjálst höfuð efnhagslega.Börn eru frábær, ís er góður, það er gaman að spjalla um liðna tíð og sumum er fullveldið hugleikið. En getum við ekki verið sammála um það að á meðan stórum hópi fólks er haldið, með öllum tiltækum ráðum, pikkföstum á botni hins efnhagslega stigveldis, að á meðan 70 fermetra blokkaíbúð í Breiðholtinu er leigð af harðsvíruðum kapítalistum á 240.000 krónur á mánuði og 43 fermetra íbúð á 171.000 krónur á mánuði, á meðan manneskja á lágmarkslaunum fær útborgað til framfærslu 235.508 krónur á mánuði, að á meðan staðan er svona í blessuði fullveldinu, þá er kannski hægt að geyma samtöl um ís og einbeita sér að því sem skiptir máli sem hlýtur meðal annars að vera þetta: Hvað teljum við vera í lagi að bjóða fullorðnu vinnandi fólki uppá í íslensku samfélagi? Þegar við erum búin að komast að ásættanlegri og mannsæmandi niðurstöðu þar getum kannski farið að ræða ís og fullveldi. Ég vil gjarnan, líkt og Katrín, skila ungu kynslóðinni góðu búi en ég sætti mig ekki við að góða búið sé byggt upp á vinnu fólks sem fær ekki réttmætan skerf af búsældinni. Það er einfaldlega svo einfalt.Grein Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, birtist fyrst á Facebook-vegg hennar.
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun