Viðskiptamenn ársins Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. september 2018 07:00 Yfirmaður minn einu sinni var mikið og skært nýstirni í íslensku viðskiptalífi. Hann þótti rosagóður í bissness. Hugmyndaríkur og áræðinn. Mér fannst þetta fínn náungi svona í daglegri viðkynningu og vona að hann sé að gera það gott núna og sé búinn að finna jafnvægið í lífinu. Það hefur lítið spurst til hans. Þetta var nokkrum árum fyrir hrun. Mér finnst það svo ótrúlega bitastætt, nú þegar ég lít til baka og velti fyrir mér stöðu viðskiptastjarnanna í íslensku viðskiptalífi, að síðasta símtalið sem ég átti við þennan unga mann, sem undirmaður hans, var þegar hann hringdi í mig úr tíkallasíma á Kvíabryggju. Hann var alveg hress og allt það, en hann hringdi semsagt til þess að segja mér að peningarnir væru því miður búnir — starfsemin hefði farið of geyst af stað — og nú þyrfti ég að fara að segja upp fólki. Hann var sjálfur að afplána dóm sem hann hafði fengið nokkru fyrr út af peningamálum. Ég vatt mér í verkefnið. Fólk grét og þetta var erfitt. Skömmu síðar var mér sagt upp. Á afmælisdaginn minn. Rétt eftir það hætti svo starfsemin alveg. Hún fjaraði út í peningaskorti.Hvað gerðist? Ég velti stundum fyrir mér og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um svarið: Hvað er góður viðskiptamaður? Hvað er góður stjórnandi í fyrirtæki? Nú hefur maður lesið af athygli og með þónokkurri undrun fréttir af íslensku flugfélögunum. Þeim hafa stýrt á undanförnum árum miklir mógúlar í viðskiptalífinu. Ég hugsa að þetta séu alveg ágætismenn. Hugmyndaríkir og áræðnir. Snjallir í tölunum. En vangavelturnar sem æpa á mig eru samt sem áður þessar: Það hefur beinlínis orðið fordæmalaus sprenging í túrisma á Íslandi á undanförnum árum. Fjöldi ferðafólks hingað til lands hefur aukist stjarnfræðilega. Flugfélögin hafa flutt hingað fólkið frá öllum heimshornum. Eldsneytisverð hefur verið í sögulegum lægðum. Hafa ekki ríkt kjörskilyrði til þess að reka flugfélag? Af hverju eiga félögin, eftir svona langan og góðan uppgangstíma, ekki haug af seðlum?Innistæðulaust tal Glætan spætan. Eldsneytisverð hækkar (eins og við mátti búast, ekki satt?) og vá. Allt er í steik. Ég veit ekki hvernig á að reka flugfélag. Kannski er samkeppnin svo mikil að öll flugfélög eru í raun nauðbeygð til að verðleggja sig í þrot. Það kann að vera. Ef til vill hafði Richard Branson rétt fyrir sér þegar hann sagði að besta leiðin fyrir milljarðamæring til þess að verða milljónamæringur sé að eiga flugfélag. En hversu heimskulegt er þetta samt? Sem Íslendingur er maður orðinn æði vanur því að fólk í viðskiptum sé dásamað og vöxtur fyrirtækja þeirra álitinn ríkulegt aðdáunarefni. Valdir eru viðskiptamenn ársins og tekin drottningarviðtöl um framtíðaráætlanir og hvernig ebitada og skúbidada og cashflow og margína muni skrilljónfaldast. Í hruninu var þjóðin rækilega minnt á það hvernig allt svona tal getur verið algjörlega innistæðulaust. Að baki velsældinni eru alltaf skuldir. Á bak við allt lán er lán. Eftir hrun liðu nokkur ár þar sem beinlínis allt fólk í viðskiptum var litið hornauga. Á tímabili fannst mér eins og stemningin væri þannig að enginn mætti yfirhöfuð hafa nein áform um neitt, ekki fjárfesta í neinu, ekki byggja neitt, nema kannski mögulega frú Vigdís Finnbogadóttir. Allir aðrir voru tortryggilegir. Það má eitthvað á milli vera. Við þurfum góð, vel rekin fyrirtæki. Þá kom einmitt ferðaþjónustan og allur uppgangurinn. Maður gladdist yfir því að leiðsögufólk í lopapeysum náði loksins að græða fé. Konur á fjallahjólum stofnuðu fyrirtæki. Iðnaðarhúsnæði varð gistihús. Líf spratt. Var ljóðrænt réttlæti að verki? Nýtt heilbrigt viðskiptalíf að verða til?Sami lærdómurinn Stinga þá ekki þessir viðskiptamenn ársins aftur upp kollinum. Hressir. Öruggir. Búnir að hugsa þetta. Staðan er borðleggjandi. Þetta getur ekki klikkað. Þeirra tími er kominn. Í framtíðinni verður flug ókeypis. Ársreikningar sýna trausta stöðu. Frábær milliuppgjör. Fregnirnar af vandræðum WOW í liðinni viku sýndu manni enn og aftur hversu fyndið og fáránlegt allt þetta tal er í raun og veru. Einn daginn eru peningarnir bara búnir. Allir hressir samt. Svona er lífið. Sjitt happens. Þetta reddaðist ekki. Kannski reddast WOW og kannski reddast Icelandair. Eftir stendur þó enn einn harður lærdómurinn um sífellt það sama: Þeir sem fljúga hæst falla hraðast. Einhvern tímann verður vonandi í fararbroddi í viðskiptalífinu fólk sem er raunsærra, jarðbundnara, ekki of bjartsýnt. Það má vel vera eldhugar. Oft er hæfilegt óraunsæi drifkraftur framkvæmda. Það má vera áræðið. Það má vera hugmyndaríkt. Bara ekki hringja í okkur hin úr tíkallasímanum á Kvíabryggju enn eina ferðina til að segja okkur að peningarnir séu búnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Yfirmaður minn einu sinni var mikið og skært nýstirni í íslensku viðskiptalífi. Hann þótti rosagóður í bissness. Hugmyndaríkur og áræðinn. Mér fannst þetta fínn náungi svona í daglegri viðkynningu og vona að hann sé að gera það gott núna og sé búinn að finna jafnvægið í lífinu. Það hefur lítið spurst til hans. Þetta var nokkrum árum fyrir hrun. Mér finnst það svo ótrúlega bitastætt, nú þegar ég lít til baka og velti fyrir mér stöðu viðskiptastjarnanna í íslensku viðskiptalífi, að síðasta símtalið sem ég átti við þennan unga mann, sem undirmaður hans, var þegar hann hringdi í mig úr tíkallasíma á Kvíabryggju. Hann var alveg hress og allt það, en hann hringdi semsagt til þess að segja mér að peningarnir væru því miður búnir — starfsemin hefði farið of geyst af stað — og nú þyrfti ég að fara að segja upp fólki. Hann var sjálfur að afplána dóm sem hann hafði fengið nokkru fyrr út af peningamálum. Ég vatt mér í verkefnið. Fólk grét og þetta var erfitt. Skömmu síðar var mér sagt upp. Á afmælisdaginn minn. Rétt eftir það hætti svo starfsemin alveg. Hún fjaraði út í peningaskorti.Hvað gerðist? Ég velti stundum fyrir mér og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um svarið: Hvað er góður viðskiptamaður? Hvað er góður stjórnandi í fyrirtæki? Nú hefur maður lesið af athygli og með þónokkurri undrun fréttir af íslensku flugfélögunum. Þeim hafa stýrt á undanförnum árum miklir mógúlar í viðskiptalífinu. Ég hugsa að þetta séu alveg ágætismenn. Hugmyndaríkir og áræðnir. Snjallir í tölunum. En vangavelturnar sem æpa á mig eru samt sem áður þessar: Það hefur beinlínis orðið fordæmalaus sprenging í túrisma á Íslandi á undanförnum árum. Fjöldi ferðafólks hingað til lands hefur aukist stjarnfræðilega. Flugfélögin hafa flutt hingað fólkið frá öllum heimshornum. Eldsneytisverð hefur verið í sögulegum lægðum. Hafa ekki ríkt kjörskilyrði til þess að reka flugfélag? Af hverju eiga félögin, eftir svona langan og góðan uppgangstíma, ekki haug af seðlum?Innistæðulaust tal Glætan spætan. Eldsneytisverð hækkar (eins og við mátti búast, ekki satt?) og vá. Allt er í steik. Ég veit ekki hvernig á að reka flugfélag. Kannski er samkeppnin svo mikil að öll flugfélög eru í raun nauðbeygð til að verðleggja sig í þrot. Það kann að vera. Ef til vill hafði Richard Branson rétt fyrir sér þegar hann sagði að besta leiðin fyrir milljarðamæring til þess að verða milljónamæringur sé að eiga flugfélag. En hversu heimskulegt er þetta samt? Sem Íslendingur er maður orðinn æði vanur því að fólk í viðskiptum sé dásamað og vöxtur fyrirtækja þeirra álitinn ríkulegt aðdáunarefni. Valdir eru viðskiptamenn ársins og tekin drottningarviðtöl um framtíðaráætlanir og hvernig ebitada og skúbidada og cashflow og margína muni skrilljónfaldast. Í hruninu var þjóðin rækilega minnt á það hvernig allt svona tal getur verið algjörlega innistæðulaust. Að baki velsældinni eru alltaf skuldir. Á bak við allt lán er lán. Eftir hrun liðu nokkur ár þar sem beinlínis allt fólk í viðskiptum var litið hornauga. Á tímabili fannst mér eins og stemningin væri þannig að enginn mætti yfirhöfuð hafa nein áform um neitt, ekki fjárfesta í neinu, ekki byggja neitt, nema kannski mögulega frú Vigdís Finnbogadóttir. Allir aðrir voru tortryggilegir. Það má eitthvað á milli vera. Við þurfum góð, vel rekin fyrirtæki. Þá kom einmitt ferðaþjónustan og allur uppgangurinn. Maður gladdist yfir því að leiðsögufólk í lopapeysum náði loksins að græða fé. Konur á fjallahjólum stofnuðu fyrirtæki. Iðnaðarhúsnæði varð gistihús. Líf spratt. Var ljóðrænt réttlæti að verki? Nýtt heilbrigt viðskiptalíf að verða til?Sami lærdómurinn Stinga þá ekki þessir viðskiptamenn ársins aftur upp kollinum. Hressir. Öruggir. Búnir að hugsa þetta. Staðan er borðleggjandi. Þetta getur ekki klikkað. Þeirra tími er kominn. Í framtíðinni verður flug ókeypis. Ársreikningar sýna trausta stöðu. Frábær milliuppgjör. Fregnirnar af vandræðum WOW í liðinni viku sýndu manni enn og aftur hversu fyndið og fáránlegt allt þetta tal er í raun og veru. Einn daginn eru peningarnir bara búnir. Allir hressir samt. Svona er lífið. Sjitt happens. Þetta reddaðist ekki. Kannski reddast WOW og kannski reddast Icelandair. Eftir stendur þó enn einn harður lærdómurinn um sífellt það sama: Þeir sem fljúga hæst falla hraðast. Einhvern tímann verður vonandi í fararbroddi í viðskiptalífinu fólk sem er raunsærra, jarðbundnara, ekki of bjartsýnt. Það má vel vera eldhugar. Oft er hæfilegt óraunsæi drifkraftur framkvæmda. Það má vera áræðið. Það má vera hugmyndaríkt. Bara ekki hringja í okkur hin úr tíkallasímanum á Kvíabryggju enn eina ferðina til að segja okkur að peningarnir séu búnir.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun