Gerum lífið betra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 17. september 2018 07:30 Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg. Í dag búa 6.000 íslensk börn við fátækt og um hundrað eldri borgarar búa á spítalanum því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi. Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi. Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera. Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára. Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið. Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg. Í dag búa 6.000 íslensk börn við fátækt og um hundrað eldri borgarar búa á spítalanum því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi. Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi. Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera. Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára. Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið. Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun