Tólfti mánuðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun