Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2018 11:30 Formaður Matvís segist vonast til að menn fari ekki fram úr sér í veitingageiranum. Vísir/Getty Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18
Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45