Geta ekki látið milljónir flóttamanna hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 21:12 Frá skóla UNRWA nærri Jerúsalem. Hundruð þúsunda nemenda sækja skóla sem stofnunin rekur fyrir palestínska flóttamenn. Vísir/EPA Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn. Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn.
Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10