Geta ekki látið milljónir flóttamanna hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 21:12 Frá skóla UNRWA nærri Jerúsalem. Hundruð þúsunda nemenda sækja skóla sem stofnunin rekur fyrir palestínska flóttamenn. Vísir/EPA Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn. Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn.
Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10