Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 12:10 Skóli sem UNRWA rekur fyrir flóttamenn á Vesturbakkanum. Stofnunin rekur hundruð skóla fyrir um hálfa milljón nemenda. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að hætta að taka þátt í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við palestínska flóttamenn. Þá er hún sögð vilja kollvarpa skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhaglegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.Washington Post segir að ríkisstjórnin ætla að tilkynna um þetta á næstu vikum. Hún ætli sér að gagnrýna hvernig Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) ver fjármunum og krefjast þess að þeim sem teljast palestínskir flóttamenn verði fækkað úr um fimm milljónum í innan við tíunda hluta þess fjölda. Með því að telja aðeins þá sem voru lifandi þegar stofnunin var stofnuð árið 1948 sem flóttamenn myndi þeim Palestínumönnum sem ættu rétt á að snúa aftur til landsvæða sem Ísraelsmenn hafa lagt undir sig fækka verulega. Samkvæmt núverandi skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna teljast afkomendur þeirra sem voru reknir af landsvæðum sínum einnig flóttamenn. Bandaríska blaðið segir að öryggis- og utanríkismálasérfræðinga, þar á meðal í Ísrael, hafi varað við því að mannúðarástandi á svæðum Palestínumanna myndi aðeins versna ef fjárveitingar til UNRWA yrðu skornar niður og þess krafist að þeim sem hafa stöðu flóttamanna verði fækkað. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur hefur verið eitt af helstu bitbeinum friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna undanfarna áratugi.Myndi kippa fótunum undan stofnuninni Rúmlega fimm milljónir manna eiga rétt á aðstoð Palestínuflóttamannastofnunarinnar á landsvæðum Palestínumanna, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Hún rekur meðal annars 692 skóla fyrir um hálfa milljón nemenda og 143 heilsugæslustöðvar sem fá á bilinu níu til tíu milljón heimsóknir á ári. Stofnunin reiðir sig algerlega á frjáls framlög frá aðildarríkjunum. Bandaríkin lögðu stofnuninni til 360 milljónir dollara árið 2016. Það er ríflega þriðjungur af heildarframlögum til hennar. Hættu Bandaríkin að styrkja UNRWA væri því rekstrargrundvelli stofnunarinnar kippt undan henni nema önnur ríki hlypu undir bagga. Trump-stjórnin stóð í stappi við Sameinuðu þjóðirnar seint á síðasta ári í kjölfar þess að hún ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá ályktun sem var beint gegn ákvörðun Bandaríkjanna. Jared Kushner, tengdasonur Trumps forseta, er nú sagður vinna að nýrri friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu. Fulltrúar Palestínumanna hafa hins vegar neitað að ræða við bandaríska embættismenn frá því að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að hætta að taka þátt í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við palestínska flóttamenn. Þá er hún sögð vilja kollvarpa skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhaglegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.Washington Post segir að ríkisstjórnin ætla að tilkynna um þetta á næstu vikum. Hún ætli sér að gagnrýna hvernig Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) ver fjármunum og krefjast þess að þeim sem teljast palestínskir flóttamenn verði fækkað úr um fimm milljónum í innan við tíunda hluta þess fjölda. Með því að telja aðeins þá sem voru lifandi þegar stofnunin var stofnuð árið 1948 sem flóttamenn myndi þeim Palestínumönnum sem ættu rétt á að snúa aftur til landsvæða sem Ísraelsmenn hafa lagt undir sig fækka verulega. Samkvæmt núverandi skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna teljast afkomendur þeirra sem voru reknir af landsvæðum sínum einnig flóttamenn. Bandaríska blaðið segir að öryggis- og utanríkismálasérfræðinga, þar á meðal í Ísrael, hafi varað við því að mannúðarástandi á svæðum Palestínumanna myndi aðeins versna ef fjárveitingar til UNRWA yrðu skornar niður og þess krafist að þeim sem hafa stöðu flóttamanna verði fækkað. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur hefur verið eitt af helstu bitbeinum friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna undanfarna áratugi.Myndi kippa fótunum undan stofnuninni Rúmlega fimm milljónir manna eiga rétt á aðstoð Palestínuflóttamannastofnunarinnar á landsvæðum Palestínumanna, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Hún rekur meðal annars 692 skóla fyrir um hálfa milljón nemenda og 143 heilsugæslustöðvar sem fá á bilinu níu til tíu milljón heimsóknir á ári. Stofnunin reiðir sig algerlega á frjáls framlög frá aðildarríkjunum. Bandaríkin lögðu stofnuninni til 360 milljónir dollara árið 2016. Það er ríflega þriðjungur af heildarframlögum til hennar. Hættu Bandaríkin að styrkja UNRWA væri því rekstrargrundvelli stofnunarinnar kippt undan henni nema önnur ríki hlypu undir bagga. Trump-stjórnin stóð í stappi við Sameinuðu þjóðirnar seint á síðasta ári í kjölfar þess að hún ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá ályktun sem var beint gegn ákvörðun Bandaríkjanna. Jared Kushner, tengdasonur Trumps forseta, er nú sagður vinna að nýrri friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu. Fulltrúar Palestínumanna hafa hins vegar neitað að ræða við bandaríska embættismenn frá því að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent