Að segja nei Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Verktakar hafa of lengi haft nánast dáleiðandi áhrif á meirihluta borgarstjórnar. Meðan meirihlutinn sveif um í hálfgerðu svefnástandi fengu verktakar frjálsar hendur. Þeir kunnu sannarlega að nýta sér það og óðu um miðbæinn í leit að auðum reitum. Þegar þeir voru fundnir var umsvifalaust hafist handa við að reisa þar hótel. Afleiðingin er sú að Reykjavík er hótelborg. Svo að segja á hverju horni í miðbænum má finna hótel, bæði stór og smá. Sannarlega setja þau svip á miðbæinn, en ekki skemmtilegan. Til er orðinn miðbær sem samanstendur að mestu af hótelum, veitingastöðum og lundabúðum með hrópandi ósmekklegan varning. Það er ekki nema von að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem býr annars staðar en í miðbænum, sér litla ástæðu til að leggja reglulega leið sína þangað. Þar er einfaldlega ekki nægilega mikið að sækja. Enn er til Bankastræti en þar er enginn banki lengur. Pósthússtræti er vissulega á sínum stað en Pósthúsið er að flytja burt. Götunöfnin minna á að eitt sinn var hægt að sækja þangað þjónustu. Nú er lítið þar að hafa, alltaf er þó hægt að rölta inn á veitingastaði. Hafi menn svo geð í sér til þess má fara í spássitúr og virða fyrir sér ný hótel. Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr. Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því. Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Verktakar hafa of lengi haft nánast dáleiðandi áhrif á meirihluta borgarstjórnar. Meðan meirihlutinn sveif um í hálfgerðu svefnástandi fengu verktakar frjálsar hendur. Þeir kunnu sannarlega að nýta sér það og óðu um miðbæinn í leit að auðum reitum. Þegar þeir voru fundnir var umsvifalaust hafist handa við að reisa þar hótel. Afleiðingin er sú að Reykjavík er hótelborg. Svo að segja á hverju horni í miðbænum má finna hótel, bæði stór og smá. Sannarlega setja þau svip á miðbæinn, en ekki skemmtilegan. Til er orðinn miðbær sem samanstendur að mestu af hótelum, veitingastöðum og lundabúðum með hrópandi ósmekklegan varning. Það er ekki nema von að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem býr annars staðar en í miðbænum, sér litla ástæðu til að leggja reglulega leið sína þangað. Þar er einfaldlega ekki nægilega mikið að sækja. Enn er til Bankastræti en þar er enginn banki lengur. Pósthússtræti er vissulega á sínum stað en Pósthúsið er að flytja burt. Götunöfnin minna á að eitt sinn var hægt að sækja þangað þjónustu. Nú er lítið þar að hafa, alltaf er þó hægt að rölta inn á veitingastaði. Hafi menn svo geð í sér til þess má fara í spássitúr og virða fyrir sér ný hótel. Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr. Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því. Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun