Fótbolti

Klopp: PSG með eitt besta liðið í heiminum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp í stuði.
Klopp í stuði. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé tilhlökkun í hópnum að mæta PSG í Meistaradeildinni en liðin drógust saman er dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í gær.

Liverpool er í riðli ásamt PSG, Napoli og Rauðu Stjörnunni en Klopp mætir því landa sínum, Thomas Tuchel, sem tók við stjórnartaumunum hjá franska liðinu í sumar.

„PSG er eitt mest besta liðið í heiminum og ég held að markmið þeirra sé að vinna Meistaradeildina svo þetta verður áhugaverðir leikir,” sagði Klopp eftir dráttinn.

„Það verður gaman að fylgjast meira með PSG sem eru með áhugavert verkefni í Frakklandi með Thomas Tuchel,” og talaði svo að lokum um alla Brasilíumennina:

„Að mæta Neymar verður eins og að spila gegn góðum vin fyrir okkar Brassa. Þetta er stórt verkefni en fyrir allra aðra er það stórt verkefni að mæta okkur,” sagði Þjóðverjinn.


Tengdar fréttir

Modric hafði betur gegn Ronaldo og Salah

Luka Modric var kosinn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð en blaðamenn og þjálfarar í Meistara- og Evrópudeildinni kusu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×